Fara í innihald

Warren Buffett

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Warren Buffett
Warren Buffett árið 2015.
Fæddur30. ágúst 1930 (1930-08-30) (94 ára)
ÞjóðerniBandarískur
MenntunPennsylvaníuháskóli
Háskólinn í Nebraska (BS)
Columbia-háskóli (MS)
Þekktur fyrirAð stofna Berkshire Hathaway og fyrir góðgerðastörf
FlokkurDemókrataflokkurinn
MakiSusan Thompson (g. 1952; d. 2004)
Astrid Menks (g. 2006)
Börn3
Undirskrift

Warren Edward Buffett (f. 30. ágúst 1930) er bandarískur athafnamaður, fjárfestir og mannúðarvinur sem er formaður og framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway. Vegna mikillar velgengni sinnar í fjárfestingum er Buffett einn frægasti fjárfestir í heimi. Hann er stundum kallaður „véfréttin frá Omaha“ vegna mikillar forsjálni sinnar í fjárfestingum. Í desember 2023 voru eignir hans metnar upp á 120 milljarða Bandaríkjadala, sem gerði hann að níunda ríkasta manni í heimi.

Æviágrip

Warren Buffett fæddist þann 30. ágúst árið 1930 í Omaha. Faðir hans var verðbréfasali og sat um skeið á fulltrúadeild Bandaríkjaþings.[1] Hann útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Nebraska árið 1950 og hlaut framhaldsgráðu frá Columbia-háskóla ári síðar. Hann var þar nemandi virðisfjárfestisins Benjamins Graham.[2] Buffett varð fylgismaður hugmynda Grahams um öryggisvikmörk í fjárfestingum.[3]

Buffett hóf störf í fjárfestingum árið 1956 og varði þá alls 100 þúsund dölum. Um áratugi síðar keypti hann sig inn í vefnaðarfyrirtækið Berkshire Hathaway og hefur stýrt því síðan. Buffett breytti fyrirtækinu úr vefnaðarfélagi í alhliða fjárfestingarfélag. Á næstu áratugum fjárfesti Buffett í ýmsum fyrirtækjum og vörumerkjum, þar á meðal American Express árið 1963, The Washington Post árið 1973, Coca-Cola árið 1988 og Gillette árið 1989.[1] „Buffett-aðferðin“ í fjárfestingum er kennd við Warren Buffett, en hún felst í tólf reglum sem skipt er í fyrirtækjareglur, stjórnunarreglur og fjármálareglur.[4]

Árið 2006 lofaði Buffett því að gefa verulegan hluta auðæfa sinna til góðgerðamála. Hann gaf frá sér rúm­lega 123 millj­arða króna, eða um 870 millj­ón­ir doll­ara, til fjögurra fjölskyldurekinna góðgerðasjóða árið 2023.[5]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 Ingimar Karl Helgason (9. júlí 2008). „Hugsaðu um það sem þú gerir“. Fréttablaðið. bls. 8-9.
  2. „Warren Buffett og hans framúrskarandi árangur“. Frjáls verslun. 1. október 2003. bls. 52-53.
  3. Gísli Kristjánsson (1. júlí 2013). „Sonur kreppunnar“. Frjáls verslun. bls. 8-10.
  4. Jón G. Hauksson (1. apríl 1995). „Reglur Buffetts við kaupin á Coca-Cola“. Frjáls verslun. bls. 36-43.
  5. „Gefur frá sér rúmlega 123 milljarða í góðgerðarmál“. mbl.is. 22. nóvember 2023. Sótt 4. janúar 2024.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.