Fara í innihald

Gátt:Úrvalsefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úrvalsgátt íslensku Wikipediu
Á úrvalsgáttinni birtist það alfræðiefni sem þykir bera af á íslensku Wikipediu í bland við úrvalsgreinar á öðrum tungumálum og margmiðlunarefni frá Wikimedia Commons.
Uppfærðu síðuna til þess að sjá nýtt efni af handahófi.
Gyllt stjarna
Úrvalsgrein
Kort af brunasvæðinu.
Kort af brunasvæðinu.

Mýraeldar voru miklir sinueldar í Hraunhreppi í Borgarbyggð sem loguðu í þrjá daga vorið 2006. Að morgni 30. mars blossaði upp eldur í sinu sem fór um 75 km² landsvæði á Mýrum, en alls brunnu um 67 km² lands. Þetta voru nefndir „mestu sinueldabrunar Íslandssögunnar”.

Líklegt er talið að kviknað hafi í út frá vindlingi við þjóðveg 54 á móts við Bretavatn. Sinueldurinn barst mjög hratt, um 18 kílómetra á fyrstu sex klukkustundunum. Brennda svæðið var allt á milli þjóðvegar 54, 540 og 537, að undanskilinni einni tungu sem náði suður fyrir veg 537. Þegar mest var var eldveggurinn allt að tveggja metra hár og fór með tuga metra hraða á mínútu.

Sinueldarnir voru slökktir með gríðarlegu slökkvistarfi af hálfu íbúa svæðisins, brunavarna Borgarbyggðar, aðstoðarslökkviliðs frá nærliggjandi byggðarlögum og þyrlu frá Þyrluþjónustunni. Engar skemmdir urðu á mannvirkjum, að girðingum undanskildum en margir bæir voru mjög nálægt því að verða eldinum að bráð. Bærinn Hamrar var einungis örfáa metra frá eldinum á tímabili. Eldarnir höfðu gífurleg áhrif á lífríki svæðisins, en svæðið sem brann var eitt stærsta samfellda mýrlendi á landinu og er í raun nær lagi að tala um náttúruhamfarir en venjulegan sinubruna. Engin meiðsl urðu þó á fólki.

Lesa áfram um Mýraelda...

Blá stjarna
Gæðagrein
Gamli skóli, elsta hús Menntaskólans á Akureyri.
Gamli skóli, elsta hús Menntaskólans á Akureyri.

Menntaskólinn á Akureyri (latína: Schola Akureyrensis) er íslenskur framhaldsskóli sem er á Brekkunni á Akureyri. Skólinn á sér langa sögu og hafa margir frægir Íslendingar haft viðkomu þar í gegnum tíðina. Í dag er skólinn bóknámsskóli sem býður upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs.

Upphaf Menntaskólans á Akureyri er yfirleitt rakið til stofnunar Möðruvallaskóla á Möðruvöllum í Hörgárdal 1880. Þó má líta á skólann sem beint framhald af því skólahaldi sem fór fram á Hólum í Hjaltadal allt frá biskupstíð Jóns Ögmundssonar um 1106 og stóð til 1802 þegar Hólaskóli var lagður niður með konungsbréfi. Um leið og Hólaskóli hafði verið lagður niður hófst barátta norðlendinga fyrir því að „norðlenski skólinn“ yrði endurreistur þrátt fyrir það álit embættismanna Danakonungs og valdamanna í Reykjavík að ómögulegt væri að reka lærðan skóla annars staðar á landinu en í Reykjavík. Stofnun Gagnfræðaskólans á Möðruvöllum 1880 var sigur í þeirri baráttu.

Lesa áfram um Menntaskólann á Akureyri...

Grá stjarna
Úrvalsmynd

Fullt hús í Metropolitan-óperunni á tónleikum Josef Hofmann 1937

Græn brotin stjarna
Upprennandi
Allt efni Wikipediu er unnið í sjálfboðavinnu með það markmið að safna samanlagðri þekkingu mannkyns og gera hana eins aðgengilega og hægt er. Á þessari síðu eru bestu dæmin um þetta starf á íslensku Wikipediu en það er mikið verk óunnið og öll hjálp er vel þegin. Ef þú getur hugsað þér að taka þátt í þessu verkefni þá ættir þú að lesa kynninguna og nýliðanámskeiðið og hefjast svo handa.

Af 59.619 greinum á íslensku Wikipediu komast aðeins örfáar útvaldar í hóp gæða- og úrvalsgreina. Samstarf notenda um að fjölga þessum greinum og hækka hlutfall þeirra fer fram í úrvalsmiðstöðinni.

Tillögur að gæðagreinum: Engin atkvæðagreiðsla í gangibreyta

Tillögur að úrvalsgreinum: Atkvæðagreiðsla í gangibreyta

hnöttur
Alþjóðleg úrvalsgrein
Hubbard described Xenu's spacecraft as looking exactly like DC-8s without "fans" (meaning the propellers).
Hubbard described Xenu's spacecraft as looking exactly like DC-8s without "fans" (meaning the propellers).

Xenu, also spelled Xemu, was, according to the founder of Scientology L. Ron Hubbard, the dictator of the "Galactic Confederacy" who, 75 million years ago, brought billions of his people to en:Earth (then known as "Teegeeack") in a DC-8-like spacecraft, stacked them around en:volcanoes and killed them using hydrogen bombs. Official Scientology scriptures hold that the essences of these many people remained, and that they form around people in modern times, causing them spiritual harm.

These events are known within Scientology as "Incident II", and the traumatic memories associated with them as The Wall of Fire or the R6 implant. The narrative of Xenu is part of Scientologist teachings about extraterrestrial civilizations and alien interventions in earthly events, collectively described as space opera by Hubbard. Hubbard detailed the story in Operating Thetan level III (OT III) in 1967, warning that the R6 "implant" (past trauma) was "calculated to kill (by pneumonia, etc.) anyone who attempts to solve it".

Lestu meira um Xenu á ensku Wikipediu.

Norðurlönd
Norræn úrvalsgrein
Nattklubben Eldorado, en av träffpunkterna för homosexuella i Berlin under Weimarrepubliken. Klubben stängdes av nazisterna när de kom till makten 1933. Foto från 1932.
Nattklubben Eldorado, en av träffpunkterna för homosexuella i Berlin under Weimarrepubliken. Klubben stängdes av nazisterna när de kom till makten 1933. Foto från 1932.

Homosexuella i Nazityskland förföljdes och tusentals sattes i koncentrationsläger. Under Weimarrepubliken (1919–1933) hade homosexuella levt relativt öppet men när nazisterna tog makten 1933 förbjöds homosexuella organisationer och barer och restauranger som var mötesplatser för homosexuella stängdes. Manliga homosexuella fängslades och många sändes till koncentrationsläger. De lesbiska bedömdes inte vara ett lika stort hot mot Tredje riket men de ansågs opatriotiska som inte gifte sig och födde barn, och ett fåtal lesbiska sattes i läger som ”asociala”.

Över 100 000 homosexuella män registrerades, drygt 50 000 av dem dömdes till fängelse och mellan 5 000 och 15 000 av dessa sändes efter avtjänat straff till SS:s koncentrationsläger. I koncentrationslägren var de homosexuella den mest skyddslösa gruppen, de utsattes för bestialisk behandling av SS och trakasserades dessutom av övriga fångar. Dödligheten bland homosexuella i koncentrationsläger är inte känd, men den ledande experten Rüdiger Lautmann menar att den var så hög som 60 procent.

Lestu meira um samkynhneigð í Þýskalandi nasismans á sænsku Wikipediu.

Púsl
Gáttir
Gáttir eru ein aðferðin til þess að setja efni Wikipediu fram á skipulagðan hátt og auðvelda aðgengi að því. Þær eru eins konar forsíður fyrir sín efnissvið. Góðar gáttir á íslensku Wikipediu eru: