Vatnajökulsþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008.[1] Hann nær yfir allan Vatnajökul og stór svæði í nágrenni hans, á miðhálendinu og yfir þjóðgarðana sem fyrir voru í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum. Þjóðgarðurinn spannar um 14% af flatarmáli Íslands (14.967 ferkílómetrar árið 2021, þar af er jökullinn sjálfur 7.700 ferkílómetrar) og er næststærstur þjóðgarða í Evrópu á eftir Yugyd Va-þjóðgarðinum í Úralfjöllum Rússlands.
Árið 2019 var þjóðgarðurinn stækkaður og m.a. Herðubreið og Herðubreiðarlindir bættust við. Einnig komst þjóðgarðurinn á heimsminjaskrá UNESCO 5. júlí 2019.[2]
Haustið 2021 var hann stækkaður í norður, við Bárðdælaafrétt.[3]
Sérstaða Vatnajökulsþjóðgarðs felst einkum í fjölbreytilegum landslagsformum sem samspil eldvirkni, jarðhita, jökuls og vatnsfalla hafa skapað. Vatnajökulsþjóðgarður er einstakur á heimsvísu vegna jarðsögu sinnar sem einkum er skrifuð af langvarandi átökum elds og íss. Margir staðir skarta eldfjöllum eða jöklum og sumir hvoru tveggja en enginn þeirra státar af átökum flekaskila, möttulstróks og hveljökuls eins og Vatnajökulsþjóðgarður. Samspil þessara fyrirbæra og annarra landmótunarafla hefur skapað síbreytilega og fjölbreytta náttúru.
Heimildir og ítarefni
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða Vatnajökulsþjóðgarðs
- Umhverfisráðuneyti: Vatnajökulsþjóðgarður stofnaður í dag
- Kort af Vatnajökulsþjóðgarði Geymt 12 október 2022 í Wayback Machine
- Tillögur af útlínum Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir stofnun
- Umhverfisráðuneytið Vatnajökulsþjóðgarður
- Lög um Vatnajökulsþjóðgarð
- Ríkisstjórn samþykkir frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð
- Mbl.is Vatnajökulsþjóðgarður nær yfir 15% af yfirborði Íslands
- Þjóðgarður í mótun
- Vatnajökuls þjóðgarður - stærri og betri Geymt 11 mars 2007 í Wayback Machine
- Þingsályktunartillaga Hjörleifs Guttormssonar frá 1999 Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine
- Vatnajökull og þjóðgarðshugmyndin (Landvernd) Geymt 11 mars 2007 í Wayback Machine
- Comments in Support of Vatnajokull National Park Geymt 11 mars 2007 í Wayback Machine
- Vatnajökulsþjóðgarður og virkjanir norðan jökuls (2000)
- Vatnajökulsþjóðgarður og áhrif á ferðaþjónustu (skýrsla frá 2006)
- ↑ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2008/06/07/Vatnajokulsthjodgardur-stofnadur/
- ↑ https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/fraedsla/utgefid-efni/frettir/vatnajokulsthjodgardur-a-heimsminjaskra-unesco
- ↑ Norðursvæði Vþ. stækkarStjórnarráðið, sótt 23/9 2021