Fara í innihald

Kurt Waldheim

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kurt Waldheim
Kurt Waldheim árið 1981.
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
Í embætti
1. janúar 1972 – 31. desember 1981
ForveriU Thant
EftirmaðurJavier Pérez de Cuéllar
Forseti Austurríkis
Í embætti
8. júlí 1986 – 8. júlí 1992
KanslariFranz Vranitzky
ForveriRudolf Kirchschläger
EftirmaðurThomas Klestil
Persónulegar upplýsingar
Fæddur21. desember 1918
Sankt Andrä-Wördern, Austurríki
Látinn14. júní 2007 (88 ára) Vín, Austurríki
ÞjóðerniAusturrískur
StjórnmálaflokkurAusturríski þjóðarflokkurinn
MakiElisabeth Waldheim
BörnLieselotte, Gerhard, Christa
HáskóliDiplomatische Akademie Wien
AtvinnaLögfræðingur, erindreki
Undirskrift

Kurt Josef Waldheim (21. desember 1918 – 14. júní 2007) var austurrískur erindreki og stjórnmálamaður. Hann var aðalritari Sameinuðu þjóðanna frá 1972 til 1981 og forseti Austurríkis frá 1986 til 1992.

Waldheim varð mjög umdeildur á forsetatíð sinni þegar í ljós kom að hann hafði tekið þátt í ýmsum aðgerðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni.[1] Þ. á m. kom upp á borðið að hann hefði verið foringi í birgðadeild þýska innrásarhersins í Júgóslavíu og hafi sem slíkur verið ábyrgur fyrir nauðungarflutningum á sextíu og átta þúsund manns úr héraðinu Kozara árið 1942.[2] Jafnframt hafi Waldheim verið sæmdur orðu af fasistasamtökum fyrir frammistöðu sína í stríðinu.[3]

Eftir að upplýsingar um nasistaferil Waldheim komu í ljós var honum meinað landvistarleyfi í Bandaríkjunum og ýmsum öðrum ríkjum. Hann bauð sig ekki fram í annað sinn þegar forsetatíð hans lauk árið 1992.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Egill Helgason (30. apríl 1987). „Heimatilbúinn forseti dæmdur til að sitja heima“. Helgarpósturinn. bls. 14-15.
  2. „„Waldheim er sannur að sök". Þjóðviljinn. 30. apríl 1987. bls. 12.
  3. „Heiðraður af fasistasamtökum“. Alþýðublaðið. 16. júní 1987. bls. 4.


Fyrirrennari:
U Thant
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
(1. janúar 197231. desember 1981)
Eftirmaður:
Javier Pérez de Cuéllar
Fyrirrennari:
Rudolf Kirchschläger
Forseti Austurríkis
(8. júlí 19868. júlí 1992)
Eftirmaður:
Thomas Klestil