Istría
Útlit
Istría er stærsti skaginn í Adríahafi. Hann er nyrst í hafinu milli Tríesteflóa og Kvarnerflóa. Stærsti hluti skagans er hluti af Króatíu (Istríusýsla) en norðurhluti hans er hluti af Slóveníu (Slóvenska Istría). Ítalska borgin Tríeste stendur við norðurmörk skagans.
Nafnið er dregið af nafni íbúanna, histra (gríska: Ιστρών έθνος), sem gríski landfræðingurinn Strabon nefnir. Þeir stunduðu sjórán þar til Rómverjar lögðu skagann undir sig árið 177 f.Kr.