Fara í innihald

Robert F. Kennedy Jr.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kennedy árið 2023.

Robert F. Kennedy Jr. einnig þekktur sem RFK Jr. (f. 17. janúar 1954) er bandarískur stjórnmálamaður, lögfræðingur, bólusetningarandstæðingur og samsæriskenningarmaður. Faðir hans var stjórnmálamaðurinn Robert F. Kennedy og föðurbróðir hans var John F. Kennedy, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.

Í apríl 2023 tilkynnti Kennedy að hann sóttist eftir tilnefningu Demókrataflokksins í forsetakosningunum 2024. Í október 2023 tilkynnti Kennedy að hann myndi frekar bjóða sig sem sjálfstæður frambjóðandi og útnefndi lögmanninn Nicole Shanahan sem varaforestaefni sitt. Þann 23. ágúst 2024 dró Kennedy framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump, frambjóðanda Repúblika. Þetta var mjög umdeilt þar sem að viku áður hafði Kennedy beðið Kamölu Harris, frambjóðanda Demókrata um pláss í ráðuneyti hennar. Kennedy-fjölskyldan var einnig ekki sátt við þetta og hafði hún áður lýst yfir stuðningi með Demókrötunum Joe Biden og Kamölu Harris.[1]

Donald Trump hyggst skipa Kennedy sem heilbrigðisráðherra þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „NBC News - Kennedy family members endorse Biden over RFK Jr“.
  2. Gunnarsdóttir, Þorgerður Anna (14. nóvember 2024). „Kennedy verður heilbrigðisráðherra Trumps - RÚV.is“. RÚV. Sótt 15. nóvember 2024.