Fara í innihald

OpenAI

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
OpenAI
Rekstrarform Einkarekið
Stofnað 11. desember 2015
Staðsetning San Francisco, Kaliforníu
Lykilpersónur Bret Taylor (stjórnarformaður), Sam Altman (forstjóri), Greg Brockman (formaður), Mira Murati (tæknistjóri)
Starfsemi Gervigreind
Vefsíða openai.com

OpenAI er bandarískt gervigreindarfyrirtæki stofnað í desember 2015 og með höfuðstöðvar í San Francisco, Kaliforníu. Markmið fyrirtækisins er að þróa „örugga og gagnlega“ alhliða gervigreind, sem það skilgreinir sem „sterklega sjálfstýrð kerfi sem skara fram úr mönnum í flestum fjárhagslega hagkvæmum störfum“.[1] OpenAI er leiðandi fyrirtæki í gervigreindarbyltingunni sem nú stendur yfir,[2] og er þekkt fyrir GPT-kynslóð risamállíkana, DALL-E-kynslóðina sem býr til myndir úr textalýsingu, og myndbandsgerðartæknina Sora.[3][4] Útgáfa ChatGPT í nóvember 2022 vakti almennan áhuga á sköpunargreind.

Árið 2023 og 2024 stóð OpenAI í margvíslegum málaferlum vegna meintra brota á höfundarétti gegn fjölmiðlafyrirtækjum, þar sem OpenAI hafði nýtt efni fyrirtækjanna til að þjálfa vörur þess.[5] Í nóvember 2023 bolaði stjórn OpenAI forstjóranum, Sam Altman, úr stóli vegna trúnaðarbrests milli Altman og stjórnar, en skipaði hann síðan aftur í forstjórastól fimm dögum síðar eftir samkomulag sem varð til þess að hluta stjórnarinnar var skipt út.[6] Stjórn OpenAI hefur síðan ráðið Lawrence Summers, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Paul Nakasone, fyrrverandi yfirmann Þjóðaröryggisstofnunarinnar.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „OpenAI Charter“. openai.com (bandarísk enska). 9. apríl 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2023. Sótt 11. júlí 2023.
  2. „Artificial: The OpenAI Story“. WSJ (bandarísk enska). 10. desember 2023. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. desember 2023. Sótt 12. desember 2023.
  3. „Models - OpenAI API“. OpenAI. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. nóvember 2023. Sótt 19. nóvember 2023.
  4. Jindal, Siddharth (16. febrúar 2024). „OpenAI Steals the Spotlight with Sora“. Analytics India Magazine (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 20. apríl 2024. Sótt 10. júlí 2024.
  5. Indriðason, Hallgrímur (27. desember 2023). „New York Times stefnir OpenAI fyrir brot á höfundarétti - RÚV.is“. RÚV. Sótt 23. ágúst 2024.
  6. Gísladóttir, Hólmfríður (22. nóvember 2023). „Altman snýr aftur til OpenAI - Vísir“. visir.is. Sótt 23. ágúst 2024.