8. október
Útlit
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
8. október er 281. dagur ársins (282. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 84 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1275 - Skotar lögðu Mön undir sig.
- 1503 - Francesco Todeschini-Piccolomini varð Píus 3. páfi.
- 1600 - San Marínó fékk skriflega stjórnarskrá.
- 1619 - Ferdinand 2. keisari og Maximilían 1. hertogi Bæjaralands gerðu með sér bandalag í München sem fól í sér að Maximilían fengi yfirráð yfir hluta Pfalz.
- 1652 - Fyrsta stríð Englands og Hollands: Höfðaorrustan.
- 1720 - Bjarnastaðaskriða féll úr Vatnsdalsfjalli í Húnavatnssýslu á tvo bæi og fórust 6 manns. Einnig stíflaði skriðan Vatnsdalsá og myndaðist stöðuvatn að ofanverðu og kallast það Flóðið.
- 1856 - Seinna ópíumstríðið, milli Kínaveldis og nokkurra vestrænna ríkja, hófst.
- 1879 - Hið íslenska fornleifafélag var stofnað í Reykjavík.
- 1910 - Enskur togari rændi hreppstjóra og sýslumanni Barðstrendinga og fór með þá til Englands.
- 1967 - Che Guevara var handtekinn í Bólivíu.
- 1969 - Peter Ustinov, leikari og leikskáld, var viðstaddur frumsýningu á verki sínu, Betur má ef duga skal, í Þjóðleikhúsinu.
- 1976 - Thorbjörn Fälldin varð forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 1976 - Hjónin Finnbogi Rútur Valdimarsson og Hulda Dóra Jakobsdóttir voru kjörin fyrstu heiðursborgarar Kópavogs.
- 1982 - Pólska ríkisstjórnin bannaði Samstöðu.
- 1990 - Lögregla myrti 17 Palestínumenn og særði yfir 100 við Klettamoskuna í Jerúsalem.
- 1991 - Króatíska þingið skar á öll tengsl við Júgóslavíu.
- 1994 - Donovan, breskur dægurlagasöngvari, skemmti í Þjóðleikhúskjallaranum.
- 1997 - Réttarhöld yfir franska nasistanum Maurice Papon hófust í Bordeaux.
- 1998 - Gardermoen-flugvöllur var opnaður í Noregi.
- 2001 - Arnold Schwarzenegger var kosinn ríkisstjóri Kaliforníu.
- 2001 - Linate-slysið: 118 létust þegar tvær flugvélar rákust saman yfir Linate-flugvelli í Mílanó.
- 2004 - Yfir 30 létust þegar sjálfsmorðssprengjumenn sprengdu tvær sprengjur í Taba við Rauða hafið í Egyptalandi.
- 2005 - Gífurlegur jarðskjálfti skók Pakistan, Afganistan og Indland norðanverð. Yfir 70 þúsund manns fórust.
- 2007 - Spretthlauparinn Marion Jones skilar fimm Ólympíuverðlaunum sem hún vann í Sydney árið 2000, eftir að hafa játað ólöglega lyfjanotkun.
- 2008 - Bankahrunið: Kaupthing Singer & Friedlander var sett í greiðslustöðvun af breska fjármálaeftirlitinu.
- 2008 - Íþróttafélagið Draupnir var stofnað á Akureyri.
- 2016 - Eitt af elstu dagblöðum Ungverjalands, stjórnarandstöðublaðið Népszabadság, hætti óvænt útgáfu.
- 2018 - Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar gaf út skýrslu þar sem fram kom að breytingar á öllum sviðum mannlegs samfélags þurfi til að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5°C.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1752 - Grímur Jónsson Thorkelín, íslenskur sagnfræðingur (d. 1829).
- 1846 - Björn Jónsson, íslenskur ráðherra (d. 1912).
- 1850 - Jóhannes Guðmundsson Nordal, íslenskur athafnamaður (d. 1946).
- 1895:
- Juan Perón, forseti Argentínu (d. 1974).
- Zog, konungur Albaníu (d. 1961).
- 1913 - Robert R. Gilruth, bandarískur geimferðastjóri (d. 2000).
- 1920 - Frank Herbert, bandarískur rithöfundur (d. 1986).
- 1925 - Álfheiður Kjartansdóttir, íslenskur blaðamaður (d. 1997).
- 1926 - Juan Hohberg, argentínskur/úrúgvæskur knattspyrnumaður og -þjálfari (d. 1996).
- 1929 - Franklin Stahl, bandarískur sameindalíffræðingur.
- 1941 - Jesse Jackson, bandarískur mannréttindafrömuður.
- 1946 - Dennis Kucinich, bandarískur þingmaður.
- 1948 - Gottfried Helnwein, austurrískur myndlistarmaður.
- 1949 - Sigourney Weaver, bandarísk leikkona.
- 1958 - Ursula von der Leyen, þýskur stjórnmálamaður.
- 1967 - Primož Gliha, slóvenskur knattspyrnumaður.
- 1968:
- Ingimar Oddsson, íslenskur tónlistarmaður.
- Emily Procter, bandarísk leikkona.
- 1970 - Matt Damon, bandarískur leikari.
- 1970 - Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna.
- 1977 - Travis Wester, bandarískur leikari.
- 1979 - Kristanna Loken, bandarísk leikkona.
- 1983 - Oleksandra Matvíjtsjúk, úkraínskur mannréttindalögfræðingur.
- 1985 - Bruno Mars, bandarískur tónlistarmaður.
- 1990 - Eva Pandóra Baldursdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1469 - Filippo Lippi, ítalskur listmálari (f. 1406).
- 1647 - Christen Sørensen Longomontanus, danskur stjörnufræðingur (f. 1562).
- 1656 - Jóhann Georg 1., kjörfursti í Saxlandi (f. 1585).
- 1793 - John Hancock, bandarískur byltingarsinni (f. 1737).
- 1869 - Franklin Pierce, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1804).
- 1897 - Alexei Savrasov, rússneskur málari (f. 1830).
- 1936 - Munshi Premchand, indverskur rithöfundur (f. 1880).
- 1946 - Jóhannes Guðmundsson Nordal, íslenskur athafnamaður (f. 1850).
- 1967 - Clement Attlee, forsætisráðherra Bretlands (f. 1883).
- 1982 - Philip Noel-Baker, breskur stjórnmálamaður (f. 1889).
- 1992 - Willy Brandt, kanslari Þýskalands (f. 1913).
- 2004 - Jacques Derrida, franskur heimspekingur (f. 1930).