21. janúar
Útlit
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
21. janúar er 21. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 344 dagar (345 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1504 - Svante Nilsson varð landstjóri í Svíþjóð.
- 1505 - Hans Danakonungur gaf út friðarbréf handa Vigfúsi Erlendssyni af því að hann hafði höggvið hönd af manni.
- 1506 - Júlíus 2. páfi stofnaði Svissneska vörðinn.
- 1521 - Leó 10. páfi bannfærði Martein Lúther.
- 1643 - Abel Tasman uppgötvaði Tonga.
- 1793 - Rússland og Prússland skiptu Póllandi.
- 1793 - Loðvík 16. Frakklandskonungur var hálshöggvinn
- 1853 - Russell L. Hawes fékk einkaleyfi á umslagavél.
- 1899 - Opel-fyrirtækið hóf starfsemi sína.
- 1911 - Fyrsta Monte Carlo-rallýið var haldið.
- 1918 - Mesta frost sem mælst hefur á Íslandi mældist á Grímsstöðum og í Möðrudal -38°C.
- 1919 - Fyrsta stjórnarskrá Írlands var samþykkt.
- 1921 - Ítalski kommúnistaflokkurinn var stofnaður í Livorno.
- 1924 - Vladímír Lenín dó og Jósef Stalín hóf að brjótast til valda.
- 1925 - Albanía lýsti yfir sjálfstæði.
- 1925 - Yfir Ísland gengu mestu flóð og fárviðri í eina öld. Miklar skemmdir urðu í Grindavík, á Eyrarbakka og í Reykjavík.
- 1928 - Íþróttafélag stúdenta var stofnað á Íslandi.
- 1932 - Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis var stofnaður.
- 1968 - B-52-sprengjuflugvél fórst sunnan við Thule-herstöðina á Grænlandi.
- 1976 - Atli Heimir Sveinsson hlaut norrænu tónlistarverðlaunin fyrstur Íslendinga.
- 1976 - Reglulegt farþegaflug með Concorde-þotum hófst.
- 1977 - Jimmy Carter, forseti Bandaríkjanna, náðaði nær alla þá bandarísku hermenn, sem hlupust undan merkjum í Víetnamstríðinu og höfðu sumir sest að í Kanada.
- 1981 - Fyrsti bíllinn af gerðinni DeLorean DMC-12 var framleiddur á Norður-Írlandi.
- 1982 - Tveir björgunarmenn og tveir úr áhöfn fórust er belgíski togarinn Pelagus strandaði við Vestmannaeyjar.
- 1985 - Sprenging olli skemmdum á Borobudur í Indónesíu.
- 1989 - Spaugstofan hóf göngu sína í sjónvarpi með þætti sínum 89 á stöðinni.
- 1994 - Lorena Leonor Bobbitt var sýknuð af ákæru um að hafa skorið reðurinn af eiginmanni sínum, John Wayne Bobbitt, og taldi dómurinn að stundarbrjálæði hefði átt sök á verknaðinum.
- 1994 - 11 karlmenn og ein kona úr glæpagenginu Militärligan voru handtekin af sænsku lögreglunni.
- 1996 - Síðasta kjarnorkutilraun Frakka fór fram.
- 1998 - Opinber heimsókn Jóhannesar Páls 2. páfa til Kúbu hófst.
- 2002 - Kúrdíska konan Fadime Sahindal var myrt af föður sínum í Svíþjóð sem leiddi til mikillar umræðu um heiðursmorð.
- 2003 - Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason birti grein í Morgunblaðinu um „bláu höndina“.
- 2003 - Kevin Mitnick fékk að nota tölvu aftur.
- 2005 - Heilsíðuauglýsing birtist í The New York Times þar sem hópur Íslendinga bað Íraka afsökunar á því að Ísland skyldi vera á lista yfir hinar svokölluðu „viljugu þjóðir“.
- 2008 - Ólafur F. Magnússon, oddviti Frjálslynda flokksins, myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki í borgarstjórn Reykjavíkur.
- 2008 - Alþjóðlega fjármálakreppan 2007-2008: Hrun varð á hlutabréfamörkuðum um allan heim vegna Undirmálslánakreppunnar í Bandaríkjunum.
- 2009 - Mótmæli áttu sér stað við Alþingi, Stjórnarráðið og Þjóðleikhúskjallarann, þar sem Samfylkingarfélagið í Reykjavík samþykkti ályktun um að slíta bæri stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Seinna um kvöldið kom til harðra átaka milli lögreglu og mótmælenda sem endaði með því að táragasi var beitt á Austurvelli.
- 2009 - Ísraelsher dró lið sitt frá Gasaströndinni eftir þriggja vikna hernað gegn Hamassamtökunum.
- 2013 - Austurríkismenn kusu að halda herskyldu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 2014 - Fiat keypti upp afgang hlutabréfa í bílaframleiðandanum Chrysler Group og varð við það sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims.
- 2017 - Milljónir um allan heim tóku þátt í kvennagöngu vegna valdatöku Donald Trump.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1118 - Thomas Becket, erkibiskup í Kantaraborg (d. 1170).
- 1338 - Karl 5. Frakkakonungur (d. 1380).
- 1775 - André Marie Ampère, franskur eðlis- og stærðfræðingur (d. 1836).
- 1829 - Óskar 2. Svíakonungur (d. 1907).
- 1860 - Karl Staaff, forsætisráðherra Svíþjóðar (d. 1915).
- 1878 - Egon Friedell, austurrískur heimspekingur (d. 1938).
- 1895 - Davíð Stefánsson, þjóðskáld frá Fagraskógi (d. 1964).
- 1905 - Christian Dior, franskur fatahönnuður (d. 1957).
- 1910 - Hideo Shinojima, japanskur knattspyrnumaður (d. 1975).
- 1911 - Lee Yoo-hyung, japanskur knattspyrnumaður (d. 2003).
- 1937 - Óðinn Valdimarsson, íslenskur söngvari. (d. 2001)
- 1941 - Richie Havens, bandarískur tónlistarmaður.
- 1943 - Arnar Jónsson, íslenskur leikari.
- 1943 - Kenzo Yokoyama, japanskur knattspyrnumaður.
- 1946 - Ichiro Hosotani, japanskur knattspyrnumaður.
- 1949 - Kristín Marja Baldursdóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1950 - Billy Ocean, tónlistarmaður frá Vestur-Indíum.
- 1953 - Paul Allen, bandarískur athafnamaður (d. 2018).
- 1956 - Geena Davis, bandarísk leikkona.
- 1956 - Ásmundur Friðriksson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1964 - Gérald Passi, franskur knattspyrnumaður.
- 1965 - Jam Master Jay, bandarískur plötusnúður (d. 2002).
- 1967 - Alfred Jermaniš, slóvenskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Nicky Butt, enskur knattspyrnumaður.
- 1976 - Emma Bunton, ensk söngkona (Spice Girls).
- 1977 - Philip Neville, enskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Daniel Heatley, kanadískur íshokkíleikari.
- 1983 - Ranko Despotović, serbneskur knattspyrnumaður.
- 1987 - Tariku Bekele, eþíópískur langhlaupari.
- 1989 - Murilo de Almeida, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1995 - Nguyễn Công Phượng, víetnamskur knattspyrnumaður.
- 2004 - Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1118 - Paskalis 2. páfi.
- 1231 - Jón murtur Snorrason, sonur Snorra Sturlusonar (f. um 1203).
- 1320 - Árni Helgason Skálholtsbiskup.
- 1330 - Jóhanna af Búrgund, drottning Frakklands, kona Filippusar 5. (f. 1292).
- 1638 - Ignazio Donati, ítalskt tónskáld (f. 1570).
- 1775 - Jemeljan Púgatsjov, uppreisnarforingi Don-kósakka (f. um 1742).
- 1870 - Alexander Herzen, þýskur læknir (f. 1812).
- 1886 - Bergur Thorberg, landshöfðingi á Íslandi (f. 1829).
- 1904 - Jón Þorkelsson, rektor Lærða skólans (f. 1822).
- 1914 - Theodor Kittelsen, norskur listamaður (f. 1857).
- 1924 - Vladímír Lenín, rússneskur byltingarmaður (f. 1870).
- 1931 - Hannes Hafliðason, skipstjóri og bæjarfulltrúi í Reykjavík (f. 1855).
- 1938 - Georges Méliès, franskur kvikmyndagerðarmaður (f. 1861).
- 1940 - Einar Benediktsson, íslenskt skáld (f. 1864).
- 1950 - George Orwell, enskur rithöfundur (f. 1903).
- 1952 - Sveinn Björnsson, fyrrum forseti Íslands.
- 1982 - H.D.F. Kitto, breskur fornfræðingur (f. 1897).
- 1990 - Mariano Rumor, ítalskur stjórnmálamaður og fyrrum forseti Ítalíu (f. 1915)
- 2002 - Peggy Lee, bandarískur söngvari (f. 1920).
- 2018 - Tsukasa Hosaka, japanskur knattspyrnumaður (f. 1937).